Innlent

Bein útsending: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rúmlega 14 þúsund manns taka þátt í hlaupinu í ár. Aldrei hafa jafn margir ætlað að reyna við hálfmaraþon. Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra.
Rúmlega 14 þúsund manns taka þátt í hlaupinu í ár. Aldrei hafa jafn margir ætlað að reyna við hálfmaraþon. Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra. Vísir/Hanna
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag og verður þetta í þrítugasta og fjórða sinn sem hlaupið er haldið. Keppt verður í þremur vegalengdum og höfðu 14.228 skráð sig til þátttöku þegar skráningarhátíð hlaupsins lauk í Laugardalshöll í gær.

Vísir verður með beina útsendingu frá ræsingunni. Útsending Vísis hefst skömmu áður en fyrstu hlauparar leggja af stað og værður hægt að nálgast hana í spilaranum sem mun birtast hér að neðan.

Um verður að ræða svokallað hægvarp þar sem áhorfendur geta fylgst með mannhafinu er það hleypur eftir Fríkirkjuvegi og upp Skothúsveg. Reykjavíkurmaraþonið hefst og endar í Lækjargötu, fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.

Dagskrá hlaupadagsins er eftirfarandi:

08:40 Maraþon og hálfmaraþon

09:35 10 km hlaup

12:15 Skemmtiskokk

14:40 Tímatöku hætt

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×