Innlent

Subwayþjófurinn enn ófundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Töluverður fjöldi lögreglumanna var kominn á vettvang við JL-húsið innan örfárra mínútna að sögn vitna.
Töluverður fjöldi lögreglumanna var kominn á vettvang við JL-húsið innan örfárra mínútna að sögn vitna. Vísir/KTD
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eins og svo oft áður í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt, aðfaranótt laugardags.

Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi var tilkynnt um rán í Subway í JL-húsinu um klukkan 22:30. Í skeyti lögreglunnar kemur fram að þegar betur var að gáð reyndist ekki vera um rán að ræða heldur þjófnað eða gripdeild. Að sögn lögreglunnar er gerandinn enn ófundinn en töluverð leit var gerð að honum í gærkvöldi.

Um svipað leyti voru þrír „aðilar“ handteknir vegna gruns um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Ekki er farið dýpra í saumana á því í skeytinu frá lögreglunni, einungis að þeir hafi verið lausir að lokinni yfirheyrslu.

Það var svo laust fyrir miðnætti sem maður var handtekinnn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit heima hjá honum fannst töluvert magn fíkniefna og var hann jafnframt laus að lokinni skýrslutöku.

Þá voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Allir urðu þeir lausir að lokinni sýnatöku.


Tengdar fréttir

Rán á Subway í JL-húsinu

Lögreglan leitar nú manns sem rændi samlokustaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×