Erlent

Forseti Nígeríu snýr aftur eftir hundrað daga fjarveru

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það hvílir leynd yfir veikindum forseta Nígeríu. Heimamenn segja að veikindin séu ekki hans einkamál.
Það hvílir leynd yfir veikindum forseta Nígeríu. Heimamenn segja að veikindin séu ekki hans einkamál. Vísir/afp
Forseti Nígeríu, Muhammadu Buhari snýr aftur heim í dag eftir að hafa varið meira hundrað dögum í höfuðborg Bretlands þar sem hann sótti aðhlynningar vegna ótilgreinds kvilla. Forsetinn neitar staðfastlega að gefa upp við hverju læknismeðferðin sé að því er fram kemur á vef fréttastofu AFP.

Buhari er sjötíu og fjögurra ára og fór til Lundúna þann 7. maí. Fjarvera hans hefur valdið mikilli spennu meðal heimamanna þar sem kallað er eftir því að hann annað hvort snúi aftur þegar í stað ellegar segi af sér.

Í yfirlýsingu frá embætti forseta segir að hann snúi aftur seinna í dag eftir að hafa hlotið læknismeðferð í Lundúnum. Þá er landsmönnum tilkynnt um það að forsetinn ávarpi þjóðina í sjónvarpsútsendingu á mánudag. Forsetinn færir þeim þakkir sem sýndu honum stuðning. Segir hann marga hafa beðið fyrir skjótum bata.

Fyrr á þessu ári varði Buhari auk þess nærri tveimur mánuðum í Lundúnum og þegar heim var komið, í mars, sagðist hann aldrei hafa verið eins veikur.

Þess er krafist að forsetinn snúi annað hvort aftur til starfa eða segi af sér. Landsmönnum er mjög í mun að komast að því hvað það er sem hrjáir forsetann.Visir/afp
Fjölsóttir mótmælafundir hafa verið haldnir í Abuja síðan í byrjun ágúst og er þess krafist, sem áður sagði, að Buhari snúi aftur til starfa eða segi af sér, sé hann óstarfhæfur.

Muhammadu Buhari hefur gegnt embætti forseta Nígeríu frá 2015. Hann hafði betur gegn sitjandi forseta landsins, Goodluck Jonathan með 15,5 milljónum atkvæða gegn 13,3 milljónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×