Innlent

Elín og Hlynur fyrst í mark í hálfu maraþoni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þau Elín og Hlynur skiluðu sér í mark á flottum tímum.
Þau Elín og Hlynur skiluðu sér í mark á flottum tímum. Reykjavíkurmaraþon
Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona.

Fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að tími Elínar Eddu sé 9.besti tími sem náðst hefur í hálfu marþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og 2.besti tími íslenskra kvenna í hlaupinu. Einnig persónulegt met hjá Elínu Eddu. Önnur íslensk kona í mark var Rannveig Oddsdóttir og þriðja var Íris Anna Skúladóttir.

Tími Hlyns er 3.besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og persónulegt met hjá honum. Annar Íslendingur í mark var Geir Ómarsson og þriðji Þórólfur Ingi Þórsson.

Verðlaunahafar í hálfu maraþoni karla

Hlynur Andrésson, Íslandi, 1:09:08

James Finlayson, Kanada, 1:09:18

Christopher Mahone, Bandaríkjunum, 1:15:21

Verðlaunahafar í hálfu maraþoni kvenna

Elín Edda Sigurðardóttir, Íslandi,1:21:25

Janna Mitsos, Bandaríkjunum, 1:21:55

Heather Mahoney, Bandaríkjunum, 1:23:21

Hér að neðan má sjá forsetann, Guðna Th. Jóhannesson, koma í mark nú á ellefta tímanum. Hann hljóp einnig hálft maraþon og safnaði áheitum fyrir Pieta-samtökin.

Forsetinn kom í mark nú á ellefta tímanum.Vísir/ATli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×