Innlent

Arnar vann maraþonið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maranþonhlaupi.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maranþonhlaupi. Vísir/Eyþór
Arnar Pétursson er sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Hann hljóp kílómetrana 42,2 á 2 klukkustundum, 28 mínútum og 17 sekúndum.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er Arnar líka Íslandsmeistari í maraþoni. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu og nýtt persónulegt met hjá honum. Gamla metið átti Sigurður Pétur Sigmundsson.

Í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu var Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2.50:21 og í því þriðja Páll Ingi Jóhannesson á tímanum 2:57:00.

Sjá einnig: Besti tími Íslendings í Reykjavíkurmaraþoninu frá upphafi

Alls reyndu 1490 hlauparar við maraþon í ár en þrír bestu tímarnir voru eftirfarandi.

Arnar Pétursson, Íslandi, 2:28:17

Patrik Eklund, Svíþjóð, 2:39:24

Blake Jorgensen, Bandaríkjunum, 2:41:58

Sigurvegarar hálfmaraþonsins voru þau Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Elín hljóp á tímanum 1:21:25 en Hlynur var á tímanum 1:09:08.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×