Innlent

Ásta Kristín Íslandsmeistari í maraþoni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Natasha Yaremczuk var fyrst kvenna í mark.
Natasha Yaremczuk var fyrst kvenna í mark. ÍBR
Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017. Tími Yaremczuk, tvær klukkustundir, 54 mínútur og 25 sekúndur, er níundi besti tími sem náðst hefur í maraþoni kvenna í sögu hlaupsins.

Alls reyndu 1490 hlauparar við maraþon í ár en þrír bestu tímarnir voru eftirfarandi.

 

Natasha Yaremczuk, CAN, 2:53:25

Amanda Watters, USA, 3:07:10

Laura Couvrette, CAN, 3:08:07

 

Fyrsta íslenska konan í mark og Íslandsmeistari í maraþoni 2017 var Ásta Kristín R. Parker en hún hljóp á tímanum 3:11:07. Í öðru sæti í Íslandsmeistaramóti kvenna var Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir og í því þriðja Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir.

Karlameginn var Arnar Pétursson fyrstur í mark í maraþonhlaupinu. Hann hljóp kílómetrana 42,2 á 2 klukkustundum, 28 mínútum og 17 sekúndum.

Sigurvegarar hálfmaraþonsins voru þau Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Elín hljóp á tímanum 1:21:25 en Hlynur var á tímanum 1:09:08.


Tengdar fréttir

Arnar vann maraþonið

Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson hljóp kílómetrana 42,2 hraðast allra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×