Erlent

Átta handteknir á fjöldafundi í Boston

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aðgerðasinnar mótmæltu skilaboðum þeirra sem blésu til fundarins.
Aðgerðasinnar mótmæltu skilaboðum þeirra sem blésu til fundarins. visir/afp
Minnst átta voru handteknir á fjöldafundi sem fór fram í Boston í dag. Þetta kemur fram á vef CNN.

Tilefni fundarins að fylkja liði undir merkjum „málfrelsis“ en ráðgert var að pólitíkusar á ysta hægrinu tækju til máls. Bandalag um málfrelsi í Boston segjast hafa boðið frjálshyggjufólki, íhaldsfólki, stuðningsmönnum Donald Trumps og öllum þeim sem „njóta þess að nota málfrelsið.“ Þúsundir gagn-mótmælenda fjölmenntu auk þess á fundinum til að mótmæla hvítum þjóðernisöfgamönnum.

Borið hafði á kvíða á meðal íbúa Boston og óttuðust menn að einhverjir kynnu að grípa til ofbeldis. Borgarstjóri Boston, Marty Walsh, gaf öfgamönnum viðvörun fyrir fundinn.

Fjöldafundur hefur staðið yfir í Boston í dag.Vísir/afp
„Svo ég kveði fast að orði: Haturshópar eru ekki velkomnir í Boston, auk þess sem við höfnum við skilaboðum þeirra,“ sagði borgarstjórinn.

Boðað var til fjöldafundarins aðeins örfáum dögum eftir átökin í Charlottesville í Virginíufylki þar sem maður innan raða hvítra þjóðernisöfgamanna ók á hóp fólks með þeim afleiðingum að kona lést og fjölmargir særðust.

Með það fyrir augum að koma í veg fyrir ofbeldi voru meira en fimm hundruð lögreglumenn viðstaddir fjöldafundinn. Lögreglan bannaði bakpoka, prik og allt það sem gæti verið notað sem vopn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×