Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins

01. ágúst 2017
skrifar

Okkar allra besta Björk er þessa dagana á flakki um heiminn þar sem hún kemur fram á vel völdum hátíðum. Um helgina var hún stödd í Japan þar sem hún steig á svið á Fuji Rock hátíðinni. 

Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry. 

Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana.