Handbolti

Tómas Þór og Garðar Örn sjá um nýjan handboltaþátt

Ritstjórn skrifar
Garðar Örn og Tómas Þór.
Garðar Örn og Tómas Þór. Vísir/Andri Marinó

Tómas Þór Þórðarson verður stjórnandi nýs þáttar um Olísdeildirnar í handbolta sem hefur skeið sitt þann 8. september. Garðar Örn Arnarson verður framleiðandi þáttarins.

Keppnistímabilið í Olísdeildum karla og kvenna hefst 10. september en hitað upp verður fyrir nýja vertíð í handboltanum í upphitunarþætti tveimur dögum áður. Hver umferð verður svo gerð upp allt tímabilið og úrslitakeppninni gerð sérstaklega góð skil.

Garðar Örn hefur verið framleiðandi Domino's Körfuboltakvölds frá síðustu ár og mun áfram sinna þeim störfum. Tómas Þór hefur verið starfandi íþróttafréttamaður á miðlum 365 síðan 2012.

Í vor var skrifað undir samninga á milli 365 Miðla, HSÍ og Olís um að Olísdeildir karla og kvenna verði sýndar á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin.

„Handboltanum verða gerð ítarleg skil í miðlum okkar í vetur,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirssson, aðstoðarristjóri íþrótta hjá 365 miðlum. „Við erum þess fullvissir að handboltinn verði í sérstaklega góðum höndum þeirra Tómasar Þórs og Garðars Arnar enda verður þáttturinn flaggskip okkar í umfjöllun um Olísdeildir karla og kvenna.“

„Þrír leikir verða í beinni útsendingu í hverri umferð í Olísdeildunum og ítarleg umfjöllun um leiki deildarinnar í öllum okkar miðlum - á Vísi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, útvarpi og Fréttablaðinu.“

Tómas Þór hlakkar segir það skemmtileg áskorun að fá að taka þátt í að móta nýjan sjónvarpsþátt um þessa vinsælu íþrótt.

„Handboltinn hefur lengi verið þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera henni jafn hátt undir höfði og hún á skilið. Þetta er verkefni sem ég hlakka mikið til að takast á við,“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira