Sport

Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt hugsi.
Usain Bolt hugsi. Vísir/Getty
Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum.

Usain Bolt talaði hreint út á blaðamannafundi fyrir mótið og þar á meðal um þá ógn sem stafar af ólöglegri lyfjanotkun frjálsíþróttafólks.  BBC segir frá.

Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari en hann mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir heimsmeistaramótið.

Hinn þrítugi Bolt mun keppa í 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðshlaupi á sínu síðasta heimsmeistaramóti en HM í frjálsum hefst í London á föstudaginn.

„Vonandi áttar íþróttafólkið sig á því hvað er í gangi og hvað þau þurfa að gera til að stuðla að framþróun íþróttarinnar,“ sagði Usain Bolt og vísaði í McLaren-skýrsluna sem sannaði skipulagða lyfjanotkun rússnesk íþróttafólks.

„Mitt persónulega mat er að við komust ekki lengra niður. Eftir skandalinn í Rússlandi þá tel ég að þetta geti ekki versnað,“ sagði Bolt.

„Við höfum verið að standa okkur betur á síðustu árum, íþróttin er að verða hrein og við erum að ná fullt af íþróttafólki sem er að nota ólögleg lyf. Þetta fólk verður að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið,“ sagði Bolt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×