Viðskipti erlent

Dow Jones nær methæðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa hækkað undanfarna daga.
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa hækkað undanfarna daga. vísir/getty

Dow Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði í dag við opnun markaða og náði yfir 22 þúsund stigum sem er methæð. Vísitalan er nú rétt yfir 22 þúsund stigum.

MarketWatch greinir frá því að Dow náði 21 þúsund stigum í byrjun mars og hafi svo hækkað um þúsund stig síðan þá. Vísitalan hefur hækkað um rúmlega 11 prósent það sem af er ári.

Hækkun á gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Apple í gær ýtti undir hækkunina. Forsvarsmenn Apple greindu frá afkomu annars ársfjórðungs sem var umfram væntingar greiningaraðila. Einnig greindu þeir frá miklum væntingum af sölu iPhone 8 sem búist er við á markaði í næsta mánuði. Hlutabréf í félaginu tóku kipp eftir lokun markaða og hafa í dag hækkað um 7,8 prósent.
Fleiri fréttir

Sjá meira