Handbolti

Hreiðar ver mark Gróttu næstu tvö árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn aftur á Nesið.
Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta
Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu.

Hreiðar, sem er 36 ára, lék með Halden í Noregi á síðasta tímabili. Hann hafði ætlað sér að spila með KR í vetur og var búinn að skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt. En handknattleiksdeild KR var svo lögð niður eins og frægt er orðið.

Hreiðar lék á sínum tíma með Gróttu/KR. Hann hefur einnig leikið með ÍR, KA og Akureyri hér á landi. Þá lék markvörðurinn sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Hreiðar hefur leikið 146 A-landsleiki og var íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.

Auk þess að verja mark Gróttu mun Hreiðar stýra þjálfun yngri markvarða félagsins.

Grótta endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir FH í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Í sumar hafa sterkir leikmenn yfirgefið Gróttu og þá hætti þjálfarinn Gunnar Andrésson. Kári Garðarsson tók við starfi hans en undanfarin ár hefur hann gert frábæra hluti með kvennalið Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×