Viðskipti erlent

Atvinnuleysi minnkar í evrulöndum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna síðan í febrúar 2009.
Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna síðan í febrúar 2009. vísir/stefán

Atvinnuleysi mælist nú mun minna í Eurozone löndum Evrópusambandsins, það er þeim löndum sem tekið hafa upp evruna sem gjaldmiðil. Hefur það ekki mælst eins lágt síðan í febrúar 2009 og er nú 9,1 prósent. Þetta er mat framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. City A.M greinir frá

Atvinnuleysi er þó enn mikið á Grikklandi, 21,7 prósent og á Spáni,17,1 prósent. Þá hefur atvinnuleysi í Bretlandi aldrei verið lægra síðan í desember 2008 eða 7,7 prósent.

Verðbólgan hefur einnig hækkað  og var nú 1,3 prósent í júlí mánuði miðað við bráðabirgðamat. Bundnar eru vonir við að verðbólgan muni hækka upp í 2 prósent.

Atvinnuleysi hefur verið að lækka jafnt og þétt síðan í apríl árið 2013 eftir skuldavandi landanna stefndi framtíð evrunnar í óvissu.

Grikkland, sem þekkt hefur verið fyrir gallað hagkerfi, kom til að mynda aftur inn á alþjóðlegan skuldabréfamarkað og er því tekið sem tákni að bjartari tímar sé fram undan. Þá hafa nýjar hugsjónir stjórnmálamanna á borð við Emmanuel Macron um samheldni og alþjóðavæðingu einnig spilað þarna innAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
0,29
7
63.223
REITIR
0,06
10
575.271
ICEAIR
0
11
182.335
EIM
0
10
360.900

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,39
2
29.129
N1
-1,24
2
74.089
REGINN
-1,01
7
155.354
EIK
-0,99
8
220.011
MARL
-0,8
15
476.676