Innlent

Ókeypis námsgögn í Fjarðabyggð

Benedikt Bóas skrifar
Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð.
Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð. mynd/alcoa

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. júlí sl. að öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar skuli veitt nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með haustinu 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum.

Gjaldfrjáls námsgögn styðja við fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar sem og við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að. Með þessu skrefi vill Fjarðabyggð vinna gegn mismunun barna og styðja við það að öll börn njóti jafnræðis í námi. Umjónarkennarar munu halda utan um námsgögn hvers bekkjar og þau verða aðgengileg nú í skólabyrjun. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira