Enski boltinn

Klopp um kaupverðið á Neymar: Ég hélt að það væru til reglur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki sammála Jose Mourinho um að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr.

Franska liðið Paris Saint Germain ætlar að kaupa brasilíska framherjann á 222 milljónir evra frá Barcelona sem er meira en tvöfalt það sem dýrasti leikmaður heims kostaði áður.

Klopp er ekki ánægður með þróun mála á leikmannamarkaðnum. „Það eru félög sem geta borgað svona upphæðir, félög eins og Manchester City og PSG. Það vita allir,“ sagði Jürgen Klopp.

„Ég hélt hinsvegar að reglur UEFA um rekstur félagi væru til svo að svona geti ekki gerst. Þær reglur eru meira tillaga en alvöru reglur,“ sagði Klopp.

„Ég skil þetta bara ekki. Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu,“ sagði Klopp eftir leik Liverpool í gær.

Í dag kom hinsvegar upp babb í bátinn þegar forráðamenn spænsku deildarinnar neituðu að leyfa söluna. Það eru því fleiri sammála Klopp í því að þetta sé brot á reglum UEFA um háttvísi í rekstri fótboltafélaga.


Tengdar fréttir

Mourinho: Neymar er ekki dýr

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×