Matur

Í eldhúsi Evu: Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Stefán Árni Pálsson skrifar

Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fram ýmsar kræsingar. 

Hér að neðan má finna uppskrift að ómótstæðilegri nautalund og kartöflusalati að hætti Evu.

          Grilluð nautalund

 • 800 g nautalund
 • ólífuolía
 • salt og pipar
 • steinselja

  Aðferð:

  Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram.

  Sveppasósa
 • 10 sveppir
 • Smjör
 • ½ villisveppaostur
 • 250 ml rjómi
 • ½ – 1 teningur nautakraftur
 • salt og pipar

  Aðferð:

  Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda.
Fleiri fréttir

Sjá meira