Handbolti

Færir sig um set til Kaupmannahafnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Björk varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Gróttu áður en hún fór út í atvinnumennsku.
Eva Björk varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Gróttu áður en hún fór út í atvinnumennsku. vísir/vilhelm

Handboltakonan Eva Björk Davíðsdóttir er gengin í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Ajax Köbenhavn frá Sola í Noregi. Hún skrifaði undir eins árs samning við Ajax Köbenhavn.

Eva Björk, sem er 23 ára gamall leikstjórnandi, fór til Sola fyrir síðasta tímabil eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Gróttu í tvígang.

Ajax Köbenhavn vann 1. deildina í Danmörku á síðasta tímabili og vann sér sæti í úrvalsdeildinni.

„Þegar þetta kom upp var það mjög spennandi, þetta er ungt lið þar sem ég mun vera vonandi í stóru hlutverki í deild sem er með þeim betri í heiminum. Þetta er bara frábært tækifæri,“ sagði Eva Björk við mbl.is í dag.

Eva Björk hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland og skorað þrjú mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira