Enski boltinn

Wenger: Sánchez verður áfram hérna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez og Wenger í góðum gír.
Sánchez og Wenger í góðum gír. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Alexis Sánchez verði ekki seldur í sumar.

Sílemaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur m.a. verið orðaður við Manchester City í sumar.

Sánchez sneri aftur til æfinga hjá Arsenal á þriðjudaginn. Félagið var með opna æfingu í dag þar sem Sánchez virtist hinn kátasti og smellti m.a. kossi á Arsenal-merkið á treyjunni sinni.

„Það eina sem ég get sagt er að hann er einbeittur. Ákvörðun mín er skýr. Hann verður áfram hérna og mun virða það,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn þar sem Arsenal mætir Chelsea á Wembley.

Þar sagði Wenger einnig að Lucas Pérez væri frjálst að yfirgefa Arsenal. Spænski framherjinn fékk fá tækifæri á síðasta tímabili og ljóst var að þeim myndi ekki fjölga með komu Alexandre Lacazette.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×