Innlent

Hundruð hnýðinga við Hólmavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Stökk höfrunganna eru tilkomumikil.
Skjáskot úr myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Stökk höfrunganna eru tilkomumikil. Judith Scott
Hún var sannarlega mögnuð sjónin sem ferðamenn í hvalaskoðun sáu í hvalaskoðun út frá Hólmavík á Vestfjörðum á tíunda tímanum í morgun. Hundruð hnýðinga buðu upp á glæsilega sýningu sem mun vafalítið seint gleymast hjá þeim sem á horfðu.

Judith Scott, sem starfar hjá Láki Tours á Hólmavík, segir í samtali við Vísi ekki algengt að sjá þvílíkan fjölda hnýðinga á þessum slóðum, svokallaða vöðu. Hnýðingar eru hvalir af höfrungaætt og undirættbálk tannhvala eftir því sem fram kemur á Wikipedia.

Um er að ræða fyrsta sumarið sem Láki Tours stendur fyrir hvalaskoðun á Hólmavík. Judith segist hafa vöður af höfrungum líklega þrisvar til fjórum sinnum á Snæfellsnesi þau fimm ár sem hún hefur starfað við hvalaskoðun á Íslandi. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×