Viðskipti erlent

Tekjur Teslu meira en tvöfölduðust á milli ára

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Elon Musk, stofnandi Teslu
Elon Musk, stofnandi Teslu

Tekjur rafbílaframleiðandans Teslu námu 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir 290 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins og meira en tvöfölduðust á milli ára.

Hins vegar jókst tap af rekstri framleiðandans um 43 milljónir dala og var 336 milljónir dala á tímabilinu. Aukinn kostnaður vegna rannsókna, þróunar- og sölumála varð þess valdandi að tapið jókst um fimmtán prósent á milli ára.

Fjárfestar virðast þó hafa verið ánægðir með uppgjörið, en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Teslu um sjö prósent í verði eftir að uppgjörið var birt. Í tilkynningu tók Elon Musk, stofnandi Teslu, fram að búist væri við sterkum tekjuvexti á síðari helmingi ársins á meðan markmiðið væri að halda rekstrarkostnaði í hófi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
5,99
9
106.099
VIS
3,75
6
70.360
MARL
1,31
10
65.380
TM
0,91
2
66.622
REITIR
0,38
6
21.661

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,23
31
167.585
SJOVA
-1,31
1
29.450
EIK
-1,18
7
52.419
REGINN
-0,74
4
12.229
HAGA
-0,68
1
1.656