Golf

Ólafía Þórunn úr leik og endar í hópi neðstu kylfinga á opna breska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á opna breska risamótinu í golfi en það er örugt að hún nær ekki niðurskurðinum eftir annan hringinn á Kingsbarns golfvellinum.

Ólafía Þórunn lék annan hringinn á 75 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari. Hún er því samanlagt á sex höggum yfir pari eftir 36 holur.

Ólafía er langt frá því á ná niðurskurðinum sem verður líklega í kringum eitt högg undir pari. Okkar kona var því sjö höggum frá því að komast inn á þriðja hringinn.  

Á holuum 36 þá náði Ólafía fjórum fuglum, hún var með átta skolla og einn skramba. Hún fékk síðan par á 23 holum, tólf pör í gær og ellefu í dag. 

Ólafía kom inn í 140. sæti á sínu fyrsta opna breska risamóti og mun líklega verða áfram í því sæti þegar leik líkur í kvöld.

Ólafía lék báða hringina á 75 höggum en það voru tveir slæmir kaflar sem fóru illa með hana. Hún tapaði þremur höggum á tveimur holum undir lok fyrsta hringsins og byrjaði svo á því að fá fjóra skolla á fyrstu fimm holunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×