Innlent

John Snorri komst á tind K3 í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
John Snorri á toppi K3.
John Snorri á toppi K3. Lífsspor
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lífsspors sem hefur upplýst um ferðir Johns Snorra í Himalaya-fjöllum síðustu vikurnar.

K3 er 8.051 metri að hæð og hefur John Snorri því komist á tind þriggja fjalla sem eru yfir 8.000 metrar að hæð á síðustu áttatíu dögum. Áður hafði hann komist á tinda Lhotse og K2.

„Núna er hópurinn á leiðinni niður í grunnbúðir og það sem meira er - á leiðinni heim! Til hamingju John Snorri - þú ert ótrúlegur!“ segir á Facebook-síðu Lífsspors.


Tengdar fréttir

John Snorri kominn á toppinn

Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn á topp Lhotse-fjalls í Nepal, fyrstur Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×