Innlent

Ólafur kominn í nýtt starf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólafur Arnarson er nú ráðgjafi stjórnar SFÚ.
Ólafur Arnarson er nú ráðgjafi stjórnar SFÚ. vísir/ernir
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur verið ráðinn ráðgjafi stjórnar Samtaka fiskframleiðenda og útflutningsfyrirtækja (SFÚ).

Rétt tæpur mánuður er liðinn frá því að Ólafur sagði af sér sem formaður Neytendasamtakanna eftir ágreining innan stjórnar samtakanna. Stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann þar sem hún taldi hann hafa farið óvarlega með fé. Hann sagði af sér 10. júlí síðastliðinn en fyrsta frétt sem hann er skráður fyrir og birtist á heimasíðu SFÚ var 18. júlí.


Tengdar fréttir

Útilokar ekki að snúa aftur

Fráfarandi formaður Neytendasamtakanna telur rétt að kjósa á ný. Fjárhagur Neytendasamtakanna hefur verið í mínus undanfarin ár. Fráfarandi formaður segir að aðgerðir hans hafi miðað að því marki að rétta úr kútnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×