Fótbolti

Lars missti af Heimi sem er á Þjóðhátíð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra. Vísir
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck mynduðu öflugt þjálfarateymi hjá íslenska landsliðinu á sínum tíma. Þeir urðu líka góðir vinir og halda enn góðu sambandi.

„Já, við spjöllum reglulega. Við sendum SMS eftir hvern leik og tölum svo líka í síma nokkrum dögum síðar. Í raun eftir hvern leik og á milli leikja líka,“ segir Lagerbäck um samskipti sín við Heimí í dag.

Lagerbäck var í stuttri heimsókn á Íslandi vegna leiks Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli í gær en Heimir Hallgrímsson átti ekki heimangengt. Hann er í Vestmannaeyjum, sinni heimabyggð, á Þjóðhátíð.

„Það er synd að þessi leikur stangist á við veisluna í Vestmannaeyjum en ég hitti hann bara næst þegar ég kem til Íslands.“


Tengdar fréttir

Ég fagna að sjálfsögðu enn með íslenska liðinu

Lars Lagerbäck kom í stutta heimsókn til Íslands í tengslum við Super Match á Laugardalsvelli í gær. Hann segist sakna landsins og þykir miður að hafa ekki séð leik með íslenska landsliðinu eftir að hann hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×