Sport

Bolt fór áfram í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bolt kemur í mark í dag.
Bolt kemur í mark í dag. Vísir/Getty
Usain Bolt lenti ekki í vandræðum með að komast áfram í úrslit 100 m hlaups karla á HM í frjálsum í dag en undanúrslitunum er nýlokið.

Bolt hljóp á 9,98 sekúndum og náði næstbesta tíma undanúrslitanna. Christian Coleman frá Bandaríkjunum náði besta tímanum, 9,97 sekúndum.

Úrslitahlaupið fer fram í kvöld en Bolt freistar þá þess að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil í greininni og tólfta HM-gullið á ferlinum.

Hann var ekki ánægður með rásblokkirnar í undanrásunum í gær en komst undir tíu sekúndurnar í annað skipti á þessu ári.

Bolt hefur gefið út að hann muni keppa í síðasta sinn í 100 m hlaupi á HM í frjálsum. Heimsmet hans í greininni sem hann setti á HM í Berlín fyrir níu árum stendur enn, það er 9,58 sekúndur.

Úrslitahlaupið hefst klukkan 20.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×