Sport

Bolt fór áfram í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bolt kemur í mark í dag.
Bolt kemur í mark í dag. Vísir/Getty

Usain Bolt lenti ekki í vandræðum með að komast áfram í úrslit 100 m hlaups karla á HM í frjálsum í dag en undanúrslitunum er nýlokið.

Bolt hljóp á 9,98 sekúndum og náði næstbesta tíma undanúrslitanna. Christian Coleman frá Bandaríkjunum náði besta tímanum, 9,97 sekúndum.

Úrslitahlaupið fer fram í kvöld en Bolt freistar þá þess að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil í greininni og tólfta HM-gullið á ferlinum.

Hann var ekki ánægður með rásblokkirnar í undanrásunum í gær en komst undir tíu sekúndurnar í annað skipti á þessu ári.

Bolt hefur gefið út að hann muni keppa í síðasta sinn í 100 m hlaupi á HM í frjálsum. Heimsmet hans í greininni sem hann setti á HM í Berlín fyrir níu árum stendur enn, það er 9,58 sekúndur.

Úrslitahlaupið hefst klukkan 20.45.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.