Innlent

Forseti Íslands vinsæll á tuttugasta landsmóti Ungmennafélags Íslands

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Forseti Íslands heiðrar gesti á tuttugsta landsmóti Ungmennafélags Íslands á Egilsstöðum um helgina með nærveru sinni. Hann segir unglingalandsmótið einstaklega skemmtilegan viðburð. Vilhjálmur Einarsson, einn mesti íþróttakappi landsins fylgist vel með landsmótinu en hann vann til verðlaun á Ólympíuleikum fyrir um sextíu árum. 



Setningarathöfnin fór fram á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, ræðuhöld og skemmtidagskrá. Öll aðstaða á Egilsstöðum er til fyrirmyndar. Um þúsund keppendur eru á mótinu sem gengu fylgdu liði inn í frjálsíþróttavöllinn við setninguna. Forseti Íslands er greinilega  mjög vinsæll hjá yngri kynslóðinni enda kepptust krakkarnir við  að heilsa honum eða á fá selfí með honum.

Vilhjálmur Einarsson,  ein mesta íþróttahetja landsins fylgist vel með unglingalandsmótinu enda búsettur á Egilsstöðum. Nú eru rúm 60 ár síðan hann vann til silfurverðlauna í þrístökki á Olympíuleikunum í Melborn í Ástralínu.

Vinsælasti viðburður unglingalandsmótsins verður á morgun en þá verður keppt í kökuskreytinum. Um 200 börn og unglingar hafa skráð sig í skreytingakeppnina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×