Körfubolti

Strákarnir komust í leikinn um níunda sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigvaldi Eggertsson skoraði sex stig fyrir Ísland í dag.
Sigvaldi Eggertsson skoraði sex stig fyrir Ísland í dag. Mynd/FIBA

Ísland vann í dag góðan sigur á Portúgal í næstsíðasta leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem nú fer fram í Tallin í Eistlandi.

Íslensku strákarnir misstu naumlega af sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en fá nú tækifæri til að tryggja sér 9. sæti keppninnar á morgun, sigri þeir lið Belgíu.

Strákarnir höfðu þó nokkra yfirburði í dag og voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 39-24.

Hilmar Henningsson skoraði fimmtán stig fyrir Ísland og var stigahæstur en tölfræði leiksins má lesa hér. Þetta var fimmti sigur Íslands á EM í Eistlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira