Körfubolti

Strákarnir komust í leikinn um níunda sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigvaldi Eggertsson skoraði sex stig fyrir Ísland í dag.
Sigvaldi Eggertsson skoraði sex stig fyrir Ísland í dag. Mynd/FIBA

Ísland vann í dag góðan sigur á Portúgal í næstsíðasta leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem nú fer fram í Tallin í Eistlandi.

Íslensku strákarnir misstu naumlega af sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en fá nú tækifæri til að tryggja sér 9. sæti keppninnar á morgun, sigri þeir lið Belgíu.

Strákarnir höfðu þó nokkra yfirburði í dag og voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 39-24.

Hilmar Henningsson skoraði fimmtán stig fyrir Ísland og var stigahæstur en tölfræði leiksins má lesa hér. Þetta var fimmti sigur Íslands á EM í Eistlandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira