Golf

Kim með sex högga forystu á Opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
In-Kyung Kim hefur spilað frábærlega í rigningunni í Skotlandi.
In-Kyung Kim hefur spilað frábærlega í rigningunni í Skotlandi. Vísir/Getty

In-Kyung Kim er með sex högga forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í tennis sem nú fer fram á Kingsbarn-vellinum í Skotlandi.

Kim hefur spilað frábærlega alla þrjá dagana til þessa. Hún kom í hús á 66 höggum í dag og er samtals á sautján höggum undir pari.

Kim spilaði fyrsta hringinn á 65 höggum og annan á 68 höggum. Hún lék allan hringinn í dag án þess að fá skolla en hún fékk sex fugla og tólf pör í dag.

Moriya Jutanugarn frá Tælandi og Georgia Hall frá Englandi koma næstar á ellefu höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einnig á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá lokakeppnisdeginum hefst klukkan 11.30 á Golfstöðinni á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira