Golf

Kim með sex högga forystu á Opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
In-Kyung Kim hefur spilað frábærlega í rigningunni í Skotlandi.
In-Kyung Kim hefur spilað frábærlega í rigningunni í Skotlandi. Vísir/Getty

In-Kyung Kim er með sex högga forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í tennis sem nú fer fram á Kingsbarn-vellinum í Skotlandi.

Kim hefur spilað frábærlega alla þrjá dagana til þessa. Hún kom í hús á 66 höggum í dag og er samtals á sautján höggum undir pari.

Kim spilaði fyrsta hringinn á 65 höggum og annan á 68 höggum. Hún lék allan hringinn í dag án þess að fá skolla en hún fékk sex fugla og tólf pör í dag.

Moriya Jutanugarn frá Tælandi og Georgia Hall frá Englandi koma næstar á ellefu höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einnig á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá lokakeppnisdeginum hefst klukkan 11.30 á Golfstöðinni á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira