Innlent

Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Rafmagnslaust er á svæðinu vegna brunans.
Rafmagnslaust er á svæðinu vegna brunans. Jón Ægir Baldursson
Mildi þykir að ekki hafi farið verr í hjólhýsasvæðinu á Flúðum í nótt þegar eldur kom upp í rafmagnstöflu sem stendur þétt við hjólhýsi á svæðinu. Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn.

Fjölskylda var í fasta svefni inni í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp. Rafmagnslaust er á svæðinu vegna brunans.

Íbúar á föstum tjaldsvæðum á Flúðum héldu íbúafund nú fyrir hádegið en gestir á svæðinu hafa miklar áhyggjur af ástandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×