Golf

Kim hélt forystunni og vann sitt fyrsta risamót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim með sigurlaunin.
Kim með sigurlaunin. vísir/getty

In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag. Leikið var á Kingsbarn-vellinum í Skotlandi.

Kim var með sex högga forystu fyrir lokadaginn og því í afar góðri stöðu.

Kim fékk fugl á fyrstu holu, svo sex pör í röð áður en hún fékk annan fugl á 8. holu. Sú suður-kóreska fékk skolla á 9. holu en paraði rest og landaði sigrinum. Skollinn á 9. holu var hennar á eini á síðustu tveimur hringjunum.

Þetta var fyrsti sigur hinnar 29 ára gömlu Kim á risamóti á ferlinum. Fyrir hann fékk hún rúmar 50 milljónir króna í sinn hlut.

Jodi Ewart frá Englandi lyfti sér upp í 2. sætið með frábærri spilamennsku í dag. Hún lék hringinn á átta höggum undir pari og endaði á 16 undir pari.

Michelle Wie frá Bandaríkjunum, Caroline Masson frá Þýskalandi og Georgia Hall frá Englandi voru jafnar í 3.-5. sæti á 13 höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal keppenda á Opna breska en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira