Sport

Fékk rúmar átta milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Annie Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum.
Annie Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. vísir/anton
Annie Mist Þórisdóttir fékk 70.000 Bandaríkjadali, eða rúmar 7,3 milljónir íslenskra króna, í verðlaunafé fyrir að lenda í 3. sæti á heimsleikunum í Crossfit sem lauk í gær.

Annie Mist endaði efst íslensku keppendanna á heimsleikunum og komst á pall í fimmta sinn frá því hún hóf að keppa á leikunum árið 2009.

Annie Mist fékk einnig 7.000 dali, eða 737.660 krónur, fyrir árangur í einstaka greinum. Alls fékk hún því yfir átta milljónir króna fyrir góðan árangur á heimsleikunum.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 4. sæti og fékk fyrir það 45.000 dali, eða rúmar 4,7 milljónir króna. Auk þess fékk Ragnheiður Sara 5.000 dali, eða 526.900 krónur, fyrir árangur í einstaka greinum.

Katrín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta kona heims 2015 og 2016, endaði í 5. sæti. Fyrir það fékk hún 30.000 dali, eða rúmar þrjár milljónir króna. Katrín Tanja náði sér einnig í 7.000 dollara, eða 737.660 krónur, fyrir árangur í einstaka greinum.

Þuríður Erla Helgadóttir fékk 7.000 dollara, eða 737.660 krónur, fyrir að enda í 18. sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson lenti í 6. sæti í karlaflokki. Fyrir það fékk hann 26.000 dali, eða rúmar 2,7 milljónir króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×