Innlent

Íslenskar konur að útvíkka hugmyndina um fegurð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Helga Nína Aas ræddi við 11 konur sem urðu á vegi hennar í Reykjadal.
Helga Nína Aas ræddi við 11 konur sem urðu á vegi hennar í Reykjadal. Skjáskot
Líkamsmynd íslenskra kvenna er til umfjöllunar á lífstíls- og tískuvefnum Refinery29. Um 27 milljónir netverja heimsækja vefinn í hverjum mánuði og er hann meðal 1000 stærstu vefsvæða á gjörvöllum veraldarvefnum.

Ljósmyndarinn Helga Nína Aas ræddi við 11 konur í heitu laugunum í Reykjadal fyrir vefinn með það að markmiði að átta sig á sýn íslenskra kvenna á líkama sína.

Helga segir að rétt eins og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum upplifi íslenskar konur mikinn þrýsting um hvernig þær eigi að líta út.

„Sumar konur eru einungis ánægðir með sig ef þær hafa stundað líkamsrækt af kappi, fylgst grannt með öllu sem þær láta ofan í sig og finnist þær á hátindinum,“ segir Helga en bætir við að það sé þó blessunarlega að verða breyting til batnaðar.

Íslenskar konur séu að finna leiðir til að útvíkka hugmyndina um fegurð.

„Margar okkar vilja fá innblástur frá konum sem virða líkama sína og eru með hamingjusamt jafnvægi milli fjölskyldu, vinnu, hins andlega og heilsu,“ segir Helga. „Þetta var frábær áminning fyrir mig að tala af virðingu um mig, sérstaklega í kringum dóttur mína.“

Með því að smella hér má fræðast um konurnar 11; Ásdísi, Báru, Fríðu, Ágústu, Birnu, Hönnu, Þorbjörgu, Önnu, Olgu, Ellen og Ásgerði, sem Helga ræddi við fyrir Refinery29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×