Sport

Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram-síða Annie
Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina.

Annie Mist virtast vera að dragast aðeins aftur úr þeim bestu á síðustu árum en sannaði á leikunum í ár að hún er ekki aðeins ein sú allra besta í sögunni heldur einnig ein sú allra besta í dag.

Annie Mist var að sjálfsögðu sátt með árangurinn enda komin aftur á pall eftir þriggja ára fjarveru. Á þessum árum hefur hún þurft að komast í gegnum mikið mótlæti og árangurinn um helgina því ennþá stærri og merkilegri fyrir vikið.

Annie Mist notaði tækifærið eftir keppnina og þakkaði stuðningsfólki sínu með hjartnæmri kveðju inn á Instagram-síðu sinni.

„Takk fyrir. Allt þetta væri ekki mögulegt nema vegna ykkar. Þið vitið hver þið eruð,“ byrjar Annie Mist þennan stutta pistil sinn á Instagram.

Hún hafði áður stungið upp í efasemdafólkið sem var búið að afskrifa hana en núna var komið að því að heiðra fólkið sem stendur að baki henni.

„Þið sáuð til þess að ég mætti á réttum tíma, að ég borðaði rétta matinn, kláraði allar endurtekningarnar mínar og sáuð til þess að mér fannst ég aldrei vera að standa ein í þessu,“ skrifaði Annie og bætti við:

„Þið hættuð aldrei að hvetja mig áfram, misstuð aldrei trúna á mig og  sáu til þess að ég hætti ekki. Þið hjálpuðu til að undirbúa mig bæði líkamlega og andlega. Þið sáuð til þess að ég gat klárað þessa fjóra daga í röð. Þið eruð alltaf við hlið mér í baráttunni, hvetjandi mig áfram og elskið mig alltaf jafnmikið sama hvernig fer. Ég segi því beint frá mínu hjarta. Takk fyrir,“ skrifaði Annie Mist.

Það má lesa allan pistilinn hér fyrir neðan en hann skrifaði Annie á ensku enda mjög stór hluti aðdáenda hennar erlendis.


Tengdar fréttir

Annie Mist: Eyddi öllum efasemdaröddunum

Annie Mist Þórisdóttir komst aftur á verðlaunapall á heimsleikunum í crossfit um helgina, sjö árum eftir að hún var þar fyrst og þremur árum eftir að hún var þar síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×