Golf

Ólafía féll um tvö sæti á peningalistanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um tvö sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar eftir að Opna breska meistaramótinu í golfi lauk um helgina.

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekkert verðlaunafé fyrir mótið. Hún stendur því enn í 65.140 dollurum og er nú tólf þúsun dollurum frá 100. sætinu.

100 efstu kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil.

So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sæti listans með 1,7 milljónir dollara en In-Kyung Kim, sem vann Opna breska um helgina, er í fjórða sætinu með 1,08 milljónir. Þar af fékk hún rúma hálfa milljón fyrir sigurinn í Skotlandi um helgina.

Ólafía fær nú frí næstu vikurnar en bestu kylfingar eru nú að undirbúa sig fyrir Solheim-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Mótið í ár fer fram í Iowa í Bandaríkjunum.

Næsta mót á LPGA-mótaröðinni er opna kanadíska meistaramótið sem fer fram í Ontario helgina 24.-27. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira