Handbolti

Teitur tíu marka maður í sigri á Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson.
Teitur Örn Einarsson. Vísir/Eyþór

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fór á kostum þegar íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Japan, 26-24, í fyrsta leik leik sínum á heimsmeistaramóti U19 í Georgíu.

Teitur sem spilaði vel með Selfossi í Olís-deildinni á síðustu leiktíð var með 10 mörk og 7 stoðsendingar í leiknum.

Það munaði einnig mikið um stórleik Andra Scheving í markinu en hann varði tólf skot á síðustu 20 mínútum leiksins.

Íslenska liðið byrjaði mjög vel komst í 4-0 og 8-2 eftir 10 mínútna leik, en eftir það komust Japanir jafnt og þétt inn í leikinn og jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik.

Mörk Íslands í leiknum:
Teitur Örn Einarsson 10
Sveinn Andri Sveinsson  3
Birgir Már Birgisson 3
Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3  
Orri Freyr Þorkelsson 3
Sveinn Jose Riviera 2
Úlfur Kjartansson 1
Darri Aronsson 1

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot
Andri Scheving varði 12 skot
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira