Golf

Breyta röðinni á risamótum golfsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra.
Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra. Vísir/Getty
Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu.

PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári.

PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017.

Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu.  AP-fréttastofan segir frá.

Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska).

Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið.

PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×