Golf

Breyta röðinni á risamótum golfsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra.
Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra. Vísir/Getty

Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu.

PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári.

PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017.

Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu.  AP-fréttastofan segir frá.

Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska).

Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið.

PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira