Innlent

Þrjú kynferðisbrot tilkynnt á Þjóðhátíð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Verslunarmannahelgina.
Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Verslunarmannahelgina. Vísir/Óskar P.

Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Verslunarmannahelgina. Greint var frá þessu í færslu á Facebook síðu embættisins.

Þar segir að lögreglu hafi verið tilkynnt um kynferðisbrot skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardags á tjaldsvæði í Herjólfsdal. Aðilarnir þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Ekki ekki fyrir í málinu.

Eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags var lögreglu tilkynnt um kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað snemma morguns laugardag í heimahúsi. Aðilar þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Kæra liggur fyrir í málinu.

Aðfaranótt sunnudags var lögreglu tilkynnt um kynferðisbrot á tjaldsvæði í Herjólfsdal. Aðilar þekkjast og var sakborningur handtekinn skömmu eftir tilkynningu til lögreglu. Kæra liggur ekki fyrir í málinu.

Öflugt eftirlit skilað árangri

Þá segir jafnframt að heildarfjöldi fíkniefnamála hafi verið 47 í ár. Árið 2016 voru málin 30 og árið 2015 72 talsins. Grunur er um sölu- og dreifingu í um tveimur þessara mála. Lögregla segist ánægð með árangurinn og að það hafi sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Mest var haldlagt af hvítum efnum og óvenju lítið af öðru. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og það kann að hafa áhrif á það hvaða efni fólk hefur meðferðis.

Átta líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af tvær alvarlegar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Eitt heimilisofbeldismál kom upp og eitt brot gegn valdstjórn þar sem veist var að lögreglumanni. Tvö húsbrot, þrjú eignaspjöll, tveir þjófnaðir og sjö brot vegna ölvunar og óspekta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira