Kíkjum í heimsókn til Nicole Kidman

09. ágúst 2017
skrifar

Vogue kíkti fyrr í sumar í heimsókn til forsíðufyrirsætu Glamour þennan mánuðinn, Nicole Kidman. Það er forvitnilegt að sjá heimili Kidman sem tók á móti blaðamanni Vogue í síðum hvítum kjól og sumarleg á sólríkum degi. 

Á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum, Keith Urban og börnum þeirra, er að finna risa stórt billjardborð sem þau nota mikið. Þá kemur fram í innslaginu að uppáhalds tískutrend Kidman eru svartar sokkabuxur. 

Gaman að sjá Kidman í þessu innslagi Vogue og við mælum að sjálfsögðu með forsíðuviðtali Glamour við  leikkonuna góðu.