Viðskipti innlent

Hannes Árdal til Íslenskra fjárfesta

Hörður Ægisson skrifar
Hannes Árdal starfaði áður í tvö ár hjá Fossum mörkuðum.
Hannes Árdal starfaði áður í tvö ár hjá Fossum mörkuðum.

Hannes Árdal, sem starfaði áður í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, hefur gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta. Hannes staðfestir þetta í samtali við Vísir en hann hóf störf hjá Íslenskum fjárfestum 1. ágúst síðastliðinn.

Hannes hætti hjá Fossum í byrjun aprílmánaðar á þessu ári en hann hefði verið helsti skuldabréfamiðlari félagsins. Samhliða starfslokum Hannesar var tæplega fjögurra prósenta hlutur hans í Fossum keyptur af félaginu sjálfu.   

Íslenskir fjárfestar hófu starfsemi sína árið 1994 en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Karl Jóhann Ottósson. Hann er jafnframt stærsti einstaki hluthafi þess með ríflega 80 prósenta hlut í árslok 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
0,29
7
63.223
REITIR
0,06
10
575.271
ICEAIR
0
11
182.335
EIM
0
10
360.900

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,39
2
29.129
N1
-1,24
2
74.089
REGINN
-1,01
7
155.354
EIK
-0,99
8
220.011
MARL
-0,8
15
476.676