Handbolti

Leiðréttu úrslit eftir á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarar Egyptalands og Danmerkur takast í hendur.
Þjálfarar Egyptalands og Danmerkur takast í hendur. Mynd/Heimasíða IHF

Sú ótrúlega uppákoma átti sér stað í leik Danmerkur og Egyptalands á HM U-19 liða í Georgíu í dag að mark var skráð á rangt lið.

Þegar Hazem Mamdouh skoraði mark af vítalínunni fyrir Egyptaland seint í síðari hálfleik var annað mark samtímis skráð fyrir mistök á leikstjórnandann Mikkel Beck hjá Danmörku.

Það leiddi til þess að staðan í hálfleik var 16-12, en ekki 15-12 eins og átti að vera.

Draugamark Dana átti hins vegar eftir að skipta máli að lokum því þegar leiknum lauk höfðu Danir unnið eins marks sigur, 29-28 - þrátt fyrir að hafa skorað bara 28 mörk í leiknum.

Þetta uppgötvaðist eftir leik og raunar eftir að tveggja klukkutíma kærufrestur rann út hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu, IFH.

En Danir tóku beiðni IHF um að leiðrétta úrslit leiksins vel og var það gert með samþykki beggja liða og sambandsins. Claus Hansen sagði það sjálfsagt mál en ítrekaði að Danir hefðu ekki haft rangt við.

„Við teljum að öll önnur lönd hefðu gert slíkt hið sama,“ sagði Hansen í viðtali á heimasíðu IHF.

Þar kemur einnig fram að allir starfsmenn á umræddum leik muni ekki koma frekar við sögu á öðrum leikjum á HM U-19 ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira