Viðskipti innlent

Borgun sektuð um milljónir vegna 148 bónusgreiðslna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allir starfsmenn Borgunar fengu 900 þúsund króna launauppbót í september í fyrra.
Allir starfsmenn Borgunar fengu 900 þúsund króna launauppbót í september í fyrra. Vísir/Ernir

Fjármálaeftirlitið hefur sektað fjármálafyrirtækið Borgun um 11,5 milljónir króna fyrir brot á reglum um kaupaukakerfi. Allir 148 starfsmenn fyrirtækisins fengu í september í fyrra 900 þúsund krónur í kaupauka eins og Fréttablaðið greindi frá í maí.

Í gagnsæistilkynningu á vef Fjármálaeftirlitsins kemur fram að þann 13. september 2016 hafi stjórn Borgunar ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins kaupauka. Upphæðin nam 900 þúsund krónur eða hlutfall af þeirri upphæð ef starfsmenn höfðu verið skemur í starfi en sem nam einu ári.

Samkvæmt 57. grein laga um fjármálafyrirtæki er fjármálafyrirtæki aðiens heimilt að ákvarða starfsmönnum kaupauka á grundvelli kaupaukakerfi að teknu tilliti til heildarafkomu yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðaar. Þó er óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.

Kaupaukagreiðslur Borgunar brutu í bága við fyrrnefnd lög. Með hliðsjón af eðli og umfangi brotsins, atvikum máls og veltu Borgunar fyrir rekstrarárið 2016 og að teknu tillitli til þess að málinu er lokið með sátt var sektin ákveðin 11,5 milljónir króna.
 


Tengdar fréttir

FME skoðar bónusa sem Borgun greiddi út

Fjármálaeftirlitið skoðar hvort greiðslukortafyrirtækið Borgun hafi farið á svig við lög með greiðslu 900 þúsund króna launauppbótar til allra starfsmanna. Heildargreiðslan nam 126 milljónum en ekkert vitað um möguleg áhrif á BorgunAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975