Handbolti

Ólafur í úrvalsliði þýsku deildarinnar frá upphafi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur varð þýskur meistari með Magdeburg árið 2001.
Ólafur varð þýskur meistari með Magdeburg árið 2001. vísir/getty

Ólafur Stefánsson er í úrvalsliði þýsku úrvalsdeildarinnar sem var valið á Facebook.

Almenningi gafst þar kostur á að kjósa sjö manna úrvalslið þýsku deildarinnar frá upphafi auk besta varnarmannsins og besta þjálfarans.

Ólafur fékk flest atkvæði í stöðu hægri skyttu. Aðrir sem komu til greina voru Volker Zerbe, Jerzy Klempel, Yoon Kyung-Shin og Kurt Klüspies.

Ólafur spilaði lengi í þýsku deildinni, fyrst með Wuppertal, svo með Magdeburg og loks Rhein-Neckar Löwen. Hann varð þýskur meistari með Magdeburg 2001.

Ólafur lék alls 257 leiki í þýsku deildinni og skoraði 1245 mörk, eða tæp fimm mörk að meðaltali í leik. Þá eru ótaldar allar þær stoðsendingar sem hann gaf.

Alfreð Gíslason kom einnig til greina sem besti þjálfarinn í sögu þýsku deildarinnar en laut í lægra haldi fyrir Heiner Brand, fyrrverandi þjálfara þýska karlalandsliðsins. Brand vann þrjá meistaratitla sem þjálfari en Alfreð hefur unnið sjö.

Úrvalsliðið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira