Handbolti

Ólafur í úrvalsliði þýsku deildarinnar frá upphafi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur varð þýskur meistari með Magdeburg árið 2001.
Ólafur varð þýskur meistari með Magdeburg árið 2001. vísir/getty

Ólafur Stefánsson er í úrvalsliði þýsku úrvalsdeildarinnar sem var valið á Facebook.

Almenningi gafst þar kostur á að kjósa sjö manna úrvalslið þýsku deildarinnar frá upphafi auk besta varnarmannsins og besta þjálfarans.

Ólafur fékk flest atkvæði í stöðu hægri skyttu. Aðrir sem komu til greina voru Volker Zerbe, Jerzy Klempel, Yoon Kyung-Shin og Kurt Klüspies.

Ólafur spilaði lengi í þýsku deildinni, fyrst með Wuppertal, svo með Magdeburg og loks Rhein-Neckar Löwen. Hann varð þýskur meistari með Magdeburg 2001.

Ólafur lék alls 257 leiki í þýsku deildinni og skoraði 1245 mörk, eða tæp fimm mörk að meðaltali í leik. Þá eru ótaldar allar þær stoðsendingar sem hann gaf.

Alfreð Gíslason kom einnig til greina sem besti þjálfarinn í sögu þýsku deildarinnar en laut í lægra haldi fyrir Heiner Brand, fyrrverandi þjálfara þýska karlalandsliðsins. Brand vann þrjá meistaratitla sem þjálfari en Alfreð hefur unnið sjö.

Úrvalsliðið má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira