Sport

Ævintýri Botsvanamannsins heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isaac Makwala er kominn í úrslit í 200 metra hlaupi.
Isaac Makwala er kominn í úrslit í 200 metra hlaupi. vísir/getty
Dagurinn var ansi viðburðarríkur hjá spretthlauparanum Isaac Makwala frá Botsvana.

Fyrr í dag hljóp hann einn í undanrásum í 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í London eftir að hafa verið í sóttkví þegar hlaupið fór upphaflega fram.

Makwala hljóp á 20,20 sekúndum og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Og í kvöld gerði hann enn betur, hljóp á 20,14 sekúndum og tryggði sér sæti í úrslitum sem fara fram annað kvöld.

Úrslitin réðust í þremur greinum í kvöld.

Phyllis Francis frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 49,92 sekúndum sem er besti tími sem hún hefur náð á ferlinum. Salwa Eid Naser frá Barein varð önnur og Allyson Felix frá Bandaríkjunum þriðja.

Norðmaðurinn Karsten Warholm hrósaði sigri í 400 metra grindahlaupi karla. Hann kom í mark á 48,35 sekúndum, 0,14 sekúndum á undan Yasmani Copello frá Túnis. Kerron Clement frá Bandaríkjunum tók svo bronsið á 48,52 sekúndum.

Í kúluvarpi kvenna varð Lijiao Gong frá Kína hlutskörpust. Hún kastaði lengst 19,94 metra. Anita Márton frá Ungverjalandi fékk silfur en hún kastaði 19,49 metra. Michelle Carter frá Bandaríkjunum fékk svo brons fyrir kast upp á 19,14 metra.

Fyrr í kvöld keppti Hilmar Örn Jónsson í úrslitum í sleggjukasti karla en komst ekki í úrslit.


Tengdar fréttir

Hljóp einn og komst í undanúrslit

Isaac Makwala frá Botsvana tryggði sér sæti í undanúrslitum í 200 metra hlaupi karla á HM í frjálsum íþróttum í London nú síðdegis.

Hilmar nálægt sínu besta en komst ekki í úrslit

Hilmar Örn Jónsson kastaði lengst 71,12 metra í undanúrslitum í sleggjukasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram á Lundúnaleikvanginum þessa dagana. Þetta var hans fyrsta stórmót í fullorðinsflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×