Golf

Kölluð „Iceland“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiffany Joh.
Tiffany Joh. vísir/ernir

Tiffany Joh segir að Ólafía hafi staðið sig vel á sínu fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni. Nafnið hennar hafi þó þvælst fyrir kylfingunum.

„Enginn vissi hvernig ætti að bera fram nafnið hennar og því kölluðum við hana bara „Iceland“,“ sagði Joh og hló. „Við spiluðum svo saman á móti um daginn og var það í fyrsta sinn sem við spiluðum saman átján holur. Okkur samdi mjög vel og ég er ánægð með hafa hana á mótaröðinni.“

Sjálf segir Ólafía að sér hafi verið vel tekið, jafnvel betur en hún þorði að vona.

„Ég átti svo sem von á meira keppnisskapi og að allir væru óvinir. Það var það sem ég var búin að heyra. En það er alls ekki þannig. Andrúmsloftið er gott og vinalegt,“ segir Ólafía.


Tengdar fréttir

Hefur enn ekki sýnt sitt besta

Samherji Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur hrósar henni fyrir framgöngu hennar á fyrsta tímabilinu á LPGA-mótaröðinni. Ólafía vill gera enn betur og segist enn eiga eftir að spila mót þar sem allt gengur upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira