Innlent

Eitt minnsta folald landsins kom í heiminn á Lynghaga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eitt allra minnsta ef ekki minnsta folald landsins kom nýlega í heiminn á bænum Lynghaga við Hvolsvöll. Folaldið er ekki mikið stærra en hundur en spjarar sig þrátt fyrir það mjög vel.

Guðmundur Baldvinsson, hrossaræktandi og hestamaður býr í Lynghaga með mikið af hrossum. Foreldrar litla folaldsins sem hefur ekki enn fengið nafn eru Védís frá Valhöll og Draupnir frá Stuðlum.

„Hún var sónuð með tvíbura í fyrra og maður vissi ekki svo sem hvað myndi gerast með það. Það getur verið tvö egg, þá getur alltaf annað dáið. Þá kom þetta litla kríli og ég hef aldrei séð svona lítið folald,“ segir Guðmundur.

Honum var brugðið þegar hann var í útreiðartúr og sá litla folaldið út í mýri. Fyrst hélt hann að þarna væri plastpoki og svo tófa. Þá þykir Guðmundi merkilegt að folaldið sé á lífi og það hafi náð að drekka.

Elísabet Vaka, dóttir Guðmundur fór létt með að halda á folaldinu enda ekki nema nokkur kíló. Folaldið mun fá lifa og nær vonandi að stækka eitthvað það sem sem eftir lifir sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×