Innlent

Úrskurður samgöngumálaráðuneytisins vegna kæru Vestmannaeyja mun í fyrsta lagi liggja fyrir á þriðjudag

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bæjarstjórinn Elliði Vignisson er ósáttur með synjun Samgöngustofu á beiðni um siglingar skipsins Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð.
Bæjarstjórinn Elliði Vignisson er ósáttur með synjun Samgöngustofu á beiðni um siglingar skipsins Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Vísir/Eyþór/Anton Brink
Samgöngumálaráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun í máli Vestmannaeyja sem kærði ákvörðun Samgöngustofu um að synja beiðni þeirra um afnot af ferjunni Akranesi yfir verslunarmannahelgina. Talið var að ákvörðun ráðuneytisins lægi fyrir í dag en svo er ekki og búist er við að ákvörðunin komi í fyrsta lagi fram á þriðjudag eða á miðvikudaginn næstkomandi.

Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að beiðninni hefði verið hafnað þar sem ferjunni Akranes hafi verið veitt undanþága í tilraunaskyni til að sigla leiðina á milli Akraness og Reykjavíkur. Því sé ekki hægt að segja að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir. 

Þá var einnig nefnt að aðstæður hafsvæða væru ólíkar þrátt fyrir að vera í sama flokki, hafsvæði C. Þarna spili einnig inn í tilgangur siglinganna en Akranes sé ferja sem sé ekki ætluð í stífar áætlunarsiglingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×