Innlent

Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms að hluta í Landsréttarmáli

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.
Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen. samsett/garðar kjartansson

Hæstiréttur Íslands sneri í dag við að hluta dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum tveggja umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt gegn íslenska ríkinu.

Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson var einn af þeim fimmtán sem hæfnisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður féll út af listanum.

Jóhannes og Ástráður stefndu dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og kröfðust ógildingar á ákvörðun ráðherrans og viðurkenningu á bótakröfu.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málum þeirra frá í maí og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í dag. Hann staðfesti ákvörðun héraðsdóms um að vísa ógildingarkröfu þeirra frá dómi.

Þá ákvað Hæstiréttur að taka ætti skaðabótakröfu þeirra til efnislegrar meðferðar í héraði. Henni var vísað frá í héraði þar sem hún þótti vanreifuð og því gögn vantaði til að hægt væri að sanna tjónið. Hæstiréttur benti á að gagnaöflun hefði ekki verið lokið og því ekki rétt að vísa kröfunni frá. Henni var því vísað aftur heim í hérað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×