Innlent

Herjólfur fækkar ferðum vegna flóðastöðu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Herjólfur siglir færri ferðir.
Herjólfur siglir færri ferðir. vísir/stefán
Sex ferðum Herjólfs til og frá Landeyjahöfn 23., 24. og 25. júlí hefur verið aflýst. Segir í tilkynningu frá Herjólfi að niðurstöður dýptarmælinga við Landeyjahöfn á dögunum sýni að ekki sé nægt dýpi við hafnargarðana til að hægt sé að sigla á fjöru.

Stórstreymt er næstu daga og þar af leiðandi er dýpið of lítið til að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar. Þá segir að samkvæmt Vegagerðinni sé dýpkunarskip ekki fáanlegt sem stendur, ekki liggi fyrir hvenær slíkt verður fáanlegt.

„Öldu- og vindaspá er góð fyrir næstu daga og vonast er til að ekki þurfi að fella niður fleiri ferðir en við biðjum farþega þó að fylgjast vel með tilkynningum, ef aðstæður breytast þá verður það tilkynnt,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×