Innlent

Allt að 25 stiga hiti í dag

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Áfram verður hlýjast norðaustanlands.
Áfram verður hlýjast norðaustanlands. Vísir/Vilhelm
Hiti verður á bilinu 15-25 stig í dag þar sem hlýjast verður á norðausturlandi. Þá verður skýjað með köflum og úrkomulítið en léttskýjað á norðaustanverðu landinu.

Austlæg átt verður í dag, allhvöss syðst fram eftir degi en annars töluvert hægari vindur.

Víða súld eða rigning í kvöld og nótt. Léttir aftur til norðaustanlands á morgun, en þokumóða eða dálítil súld í öðrum landshlutum. Áfram verður hlýtt, einkum á norðaustur- og austurlandi.

Suðaustan 5-13 og súld eða lítilsháttar rigning á suður- og vesturlandi á laugardag, en léttskýjað og hlýtt norðan- og norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri NA-til á landinu, annars skýjað og víða þokumóða eða dálítil súld. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.

Á laugardag:

Suðaustan 5-13 m/s. Súld eða rigning SA-til á landinu og síðar einnig V-lands, en léttskýjað á N- og NA-landi. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast N-lands.

Á sunnudag:

Sunnanátt og víða súld eða rigning, en úrkomulítið og bjart með köflum NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag og þriðjudag:

Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og smáskúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 18 stig.

Á miðvikudag:

Austlæg átt og milt veður. Skýjað með köflum og dálítil rigning syðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×