Erlent

Fyrrverandi hershöfðingi dæmdur fyrir aðild að mansali

Atli Ísleifsson skrifar
Manas Kongpan (fyrir miðju) var handtekinn árið 2015.
Manas Kongpan (fyrir miðju) var handtekinn árið 2015. Vísir/AFP
Fyrrverandi hershöfðingi í taílenska hernum hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir aðild sína að mansali.

Manas Kongpan var í hópi sextíu manna sem dæmdir voru í höfuðborginni Bangkok fyrir mansal á fólki frá Bangladess og fólki úr minnihlutahópnum Rohingya, múslimum sem hafa á síðustu misserum flúið í stórum stíl frá Mjanmar undan ofsóknum þar í landi.

Annar háttsettur embættismaður úr stjórnkerfi Taílands var einnig dæmdur í 75 ára fangelsi vegna málsins.

Kongpan hershöfðingi var handtekinn árið 2015 fyrir aðild sína að málinu en mansal hefur lengi verið svartur blettur á stjórnkerfinu í Taílandi þar sem það hefur viðgengist um áraraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×